Nú hefur verið opnað fyrir skráningu á verkleg knapamerkjanámskeið vetrarins. Við munum kenna 1. 2. 3. og 4. stig þetta árið. Fyrsta og annað stig verða að þessu sinni kennd hvort á eftir öðru og þeir sem hafa hug á að nýta frísutundastyrki sveitarfélaga eru hvattir til að skrá sig á bæði bæði stigin. Eins og áður fer skráning fram á ibh.felog.is þeir sem ekki eru hafnfirðingar þurfa að velja merki IBH sem er á síðunni en aðrir detta strax inná það sem er í boði. Kennsla hefst mánudaginn 16. janúar á öll námskeiðin. Kennsla fer fram að venju tvisvar í viku, á mánudögum og miðvikudögum.
Verð fyrir börn yngri en 18 ára:
- Kn. 1. 10 tímar kr. 18.500
- Kn. 2. 11 tímar kr. 22.200
- Kn. 1 og 2. 20 tímar kr. 36.600 (hægt að nýta frístundastyrk)
- Kn. 3. 20 tímar kr. 36.600 (hægt að nýta frístundastyrk)
- Kn. 4. 22 tímar kr. 40.400 (hægt að nýta frístundastyrk)
Ath. knapamerkjanámskeið eru niðurgreidd af æskulýðsnefnd og Sörla
Verð fyrir fullorðna:
- Kn. 1. 10 tímar kr. 21.000
- Kn. 2. 11 tímar kr. 24.750
- Kn. 1 og 2. 20 tímar kr. 41.600
- Kn. 3. 20 tímar kr. 41.600
- Kn. 4. 22 tímar kr. 45.400
Kennari er Friðdóra Friðriksdótti