Birtingardagsetning: 
þriðjudaginn, 6. desember 2016 - 15:51

Æskulýðsnefndin stendur fyrir ferð í Fákasel þann 11. desember nk. Lagt verður af stað frá Sörlastöðum kl 13:00. Um er að ræða sérstaka Jólabarnasýningu á íslensku. Sýningin tekur um 25. mín. og eftir sýninguna fáum við að kíkja bakvið og í hesthúsið. Verð fyrir 6-12 ára er 1500 kr. og fyrir 13 ára og eldri 3000 kr. Senda þarf staðfestingu um þátttöku á e-mailð aeskulydsnefnd@sorli.is fyrir kl 12:00 á fimmtudaginn. Taka þarf fram nafn og aldur þáttakanda.

Jólakveðja, Æskulýðsnefnd Sörla

Sörli Hestamannafélag, Íþrótt, Lífstíll