Viðburðardagsetning:
þriðjudaginn, 13. desember 2016 - 19:30
Þórey Ingimundardóttir mun halda námskeið í að nýta bandmúl/snúrumúl, á Sörlastöðum þriðjudaginn 13. desember kl. 19:30. Á námskeiðinu fá þáttakendur efni í einn múl sem þeir hnýta svo múl úr og einnig leiðbeiningar til að taka með sér heim. Allir ættu svo að geta hnýtt sína eigin múla, í þeim stærðum og hlutföllum sem þeir kjósa þegar heim er komið.
Námskeiðið kostar 7.900 á manninn innifalið er kennsluefni og efniskostnaður, og nemendurnir labba út með einn múl og kunnáttu til að gera fleiri.
Skáning á námskeiðið er á sorli@sorli.is