Fundur stjórnar Sörla ásamt formönnum nefnda
Fundur nr.: 3 – 2016
Sörlastaðir, mánudagur 14.11.2016, kl. 20.00 – 21:00
Mættir: Thelma Víglundsdóttir,, Einar Örn Þorkelsson, Valka Jónsdóttir, Þórunn Ansnes, Kristján Jónsson, Ingibergur Árnason, Kristín María Jónsdóttir, Dagbjörgt Guðbjörnsdóttir, Guðmundur S. Guðmundsson og Freyja Aðalsteinsdóttir
Fjarverandi: Eggert Hjartarson, Hanna Rún Ingibergsdóttir, Atli Már Ingólfsson og Vilhjálmur Karl Haraldsson
Ritari fundar: Valka Jónsdóttir
Formenn nefnda funduðu ásamt stjórn Sörla um fyrirliggjandi dagskrá vetrarins. Margt er í boði og ljóst að það verður spennandi vetur framundan.
Örfáar tilfærslur þurfti að gera á dagskrárliðum vegna skörunar og leystist að farsællega á fundinum. Nokkrir liðir eru ódagsettir þ.s. ekki er búið að fá staðfestingu frá leiðbeinendum eða hjá þeim sem leitað hefur verið til.
Vetrardagskráin verður gefin út á næstu dögum á netinu. Einnig verður hægt að koma á Sörlastaði og fá plastað eintak til að hafa í hesthúsinu. Þetta er liður í því að lágmarka kostnað við útgáfu vetrardagskránna.
Áhugaverðar umræður sköpuðust um samfélagsmiðlana og upplýsingagjöf til félagsmanna og ýmsar hugmyndir reifaðar sem verða teknar til frekari umræðna og ákvarðana á næsta stjórnarfundi Sörla.
Fundi slitið kl. 21.