Á aðalfundi Sörla sem haldinn var 20. október síðasliðinn, kvaddi Bjarney Grendal Jóhannesdóttir sér hljóðs og talaði um samstöðu og samhug í félagsstarfi. Þetta voru orð í tíma töluð, eitthvað sem á ekki bara við okkur í Sörla, heldur á erindi til allra sem tilheyra hverskonar félagsskap. Hér að neðan má lesa pistil Bjarneyjar

Samstaða

Í hvers lags félagsskap hlýtur samstaða að vera hugtak sem skiptir gríðarlega miklu máli. Viðburðir hvers lags eru vel til þess fallnir að hrista hópa saman og treysta vináttubönd. Við í Sörla erum til að mynda með marga frábæra viðburði í þessu félagi á vegum margra nefnda svo sem ferðanefndar, æskulýðsnefndar, kynbótarnefndar og skemmtinefndar. En það er líka viðbúið að fólk verði ósammála, það koma jafnvel upp einhverjir árekstrar. Þess vegna er mikilvægt að muna mikilvægi þess að sýna virðingu og vinsemd ásamt náungakærleik í öllum samskiptum í félagsskap eins og þessum sem og öðrum. Félag verður aldrei sterkt og öflugt ef við, innviður félagsins, félagsmennirnir stöndum ekki saman að uppbyggingu félagsins. Ef eitthvað kemur upp á reynum þá að ræða málin og leysa deilur ef einhverjar eru í stað þess að safnast í litla hópa í lokuðum kaffistofum og jafnvel baktala hvert annað. Þökkum sjálfboðaliðum fyrir þeirra störf og höfum gagnrýni uppbyggilega. Vinnum saman, stöndum saman og gerum gott félag enn betra, saman.

Bjarney Grendal Jóhannesdóttir, Sörlafélagi

Birtingardagsetning: 
þriðjudaginn, 15. nóvember 2016 - 11:06
Sörli Hestamannafélag, Íþrótt, Lífstíll