Aðalfundur Sörla var haldinn fimmtudaginn 20. október. Nýr formaður var kosinn Thelma Víglundsdótti og er það í fyrsta skipti sem kona er kosinn formaður hjá Sörla. Aðrir stórnarmeðlimir eru: Atli Már Ingólfsson, Einar Örn Þorkelsson, Eggert Hjartarson, Hanna Rún Ingibergsdóttir, Valka Jónsdóttir og Þórunn Ansnes.

Íþróttamenn Sörla árið 2016 voru: Eyjólfur Þorsteinsson og Hanna Rún Ingibergsdóttir. Efnilegasta ungmennið var Brynja Kristinsdóttir. Sörli átti einn íslandsmeistara þetta árið en það var Katla Sif Snorradóttir, íslandsmeistari í fjórgangi unglinga. Kynbótanefnd veitti viðurkenningar fyrir hæst dæmda kynbótahross ræktað af Sörlafélaga, en það var Bruni frá Brautarholti eigandi Snorri Kristjánsson. Hæst dæmda kynbótahrossið í eigu Sörlafélaga var Árblakkur frá Laugasteini, eigandi Daníel Jónsson.  Æskulýðsnenfd Sörla hlaut nefndarbikarinn, sem er veittur þeirri nefnd sem þykir hafa skarað framúr. Æskulýðsnenfd Sörla hlaut einnig bikar Æskulýðsnenfdar Landsambands Hestamanna. Stjórn Sörla er afskaplega stolt yfir því starfi og krafti sem æskulýðsnefndin býr yfir.

Nýr formaður, Thelma Viglundsdóttir veitti fráfarandi formanni Páli Ólafssyni gullmerki Sörla fyrir 40 ára félagsstörf og einnig Sigurði Ævarssyni fyrir 20 ára feril í stjórnarsetu félagsins.

Birtingardagsetning: 
mánudaginn, 24. október 2016 - 15:51
Dagbjört tekur á móti æskulýðsbikarnum
Sörli Hestamannafélag, Íþrótt, Lífstíll
Sörli Hestamannafélag, Íþrótt, Lífstíll
Sörli Hestamannafélag, Íþrótt, Lífstíll
Sörli Hestamannafélag, Íþrótt, Lífstíll
Sörli Hestamannafélag, Íþrótt, Lífstíll
Sörli Hestamannafélag, Íþrótt, Lífstíll
Sörli Hestamannafélag, Íþrótt, Lífstíll
Sörli Hestamannafélag, Íþrótt, Lífstíll