Birtingardagsetning: 
þriðjudaginn, 26. apríl 2016 - 15:18

Alþjóðlegur dagur íslenska hestsins #horseoficeland verður haldinn 1. maí

Í tilefni af degi íslenska hestsins veður opið hús að Sörlastöðum við Kaldárselsveg  frá kl.13:00 – 15:00. Ungliðar í Sörla verða með skemmtilega sýningu í reiðhöllinni sem hefst kl. 13:00. Að sýningu lokinni verður teymt undir börnum.  Gestum og gangandi verður  boðið upp á vöfflukaffi.

Bjóðum alla aðdáendur íslenska hestsins velkomna

Hestamannafélagið Sörli

Sörli Hestamannafélag, Íþrótt, Lífstíll