Mættir voru: Ásgeir Margeirsson, Eggert Hjartarson, Hlynur Árnason, Páll Ólafsson, Sigurður Ævarsson og Þórunn Ansnes. Arnór Hlynsson boðaði forföll.
Dagskrá:
Framhaldsaðalfundur. Stjórn fór yfir reikninga félagsins. Tap að fjárhæð 4 mkr. var á síðasta ári, en mikið var framkvæmt. Keppnisvöllur var endurnýjaður ásamt gólfi í reiðhöll. Einnig var fjárfest í tæknibúnaði vegna mótahalds. Nokkur óánægja er með bókara félagsins.
Eldvarnir. Póstur kom frá Geir Bjarnasyni þess efnis að endurnýjun á eldvarnarkerfi hjá Sörla væri ekki á áætlun hjá Hafnarfjarðarbæ. Ákveðið var í framhaldi að óska eftir fundi með Svanlaugi Sveinssyni og Helgu Stefánsdóttur hjá Hafn. vegna þessa máls.
Landsmót Þórunn hafði verið á fundi með formönnum hestamannafélaganna á Reykjavíkursvæðinu. Þar var rætt um að samræma hvað hestamannafélögin myndu bjóða sínum keppendum uppá fyrir Landsmót og þá fyrst og fremst börnum unglinum og ungmennum. Hjá stjórn Sörla var rætt um keppnisgjöld, beitarhólf, fatnað og fleira sem tengist mótinu. Ákveðið var að skoða verð á úlpum og styrki vegna mögulegra úlpukaupa.