Mættir voru: Arnór Hlynsson, Ásgeir Margeirsson, Eggert Hjartarson, Hlynur Árnason, Páll Ólafsson, Sigurður Ævarsson og Þórunn Ansnes.
Dagskrá:
1. Námskeið Eyjólfur. Aðsókn í helgarnámskeið hjá Eyjólfi hefur ekki verið mikil, þrátt fyrir auglýsingar. Tillaga kom frá Sigurði Ævarssyni að gefa eitt námskeið í uppboð á þorrablóti og var tillagan samþykkt.
2. Mótanefnd. Sigurður Ævarsson hefur unnið að því að því að koma saman starfhæfri mótanefnd, vinnan er ennþá í ferli og heldur Sigurður þessu starfi áfram.
3. Viðurkenningar á þorrablóti. Stjórn var sammála um að veita Thelmu Víglundsdóttur og Stefaníu Sigurðardóttur gull merki Sörla fyrir vel unnin störf í þágu félagsins.
4. Undirbúningur fyrir samningaviðræður við Hafnarfjarðarbæ. Samningaviðræður eru að hefjast við Hafnarfjarðarbæ vegna nýrra rekstrar- og þjónustusamninga við íþróttafélögin. Áveðið var að Hlynur, Sigurður og Þórunn mæti á boðaðann fund með starfsmönnum bæjarins vegna þessa máls.
5. Önnur mál
Eggert Hjartarson var með fyrirspurn hvort það væri búið að ljúka og gangafrá kærumáli vegna Gæðingaveislu. Eggert taldi sig hafa heimildi að ekki væri búið að klára málið. Sigurður Ævarsson svarað að málinu hefði verið áfrýjað.