Birtingardagsetning: 
miðvikudaginn, 20. apríl 2016 - 10:15

Laugardaginn 7. maí kl. 10:00 er blásið til hreinsunar og vinnudags hjá Sörla. Óskað er eftir sjálfboðaliðum til að bera á stóragerðið og tunnuna í Hlíðarþúfum, ásamt því að gera við tunnuna. Einnig er óskað eftir sjálfboðaliðum til að setja upp hringgerðið við reiðhöllina. Ruslagámar verða settir upp, einn við Hlíðarþúfur og annar við reiðhöllina. Í lok vinnudags verður grillað í stóra gerðinu við Hlíðarþúfur. Við hvetjum sem flesta til að mæta, vinna saman að bættu umhverfi og ásýnd hverfisins hjá okkur Sörlamönnum.

Sörli Hestamannafélag, Íþrótt, Lífstíll