Æskulýðsnefnd Sörla, ásamt hinum æskulýðsnefndum hestamannafélaganna á höfuðborgarsvæðinu stóðu fyrir stórsýningunni "Æskan og hesturinn" 10. apríl síðastliðinn. Sörlakrakkarnir stóðu sig með stakri prýði í sínu atriði og er þjálfurunum Dagbjörtu Hrund og Jónínu Örvar færðar kærar þakkir fyrir góðan undirbúning með krökkunum. Einnig stukku tveir Sörlakrakkar undir bagga fyrir Sprettara og báru fyrir þau fánanna þeirra í setningarathöfninni þar sem Sprettarar voru ekki með nógu stálpaða krakka til þess. Öryggismiðstöðin styrkti æskulýðsnefndina bæði um þá upphæð sem félagið okkar þarf að láta af hendi vegna sýningarinnar, auk þess sem krakkarnir okkar fengu öll merkta jakka. Vill æskulýðsnefndin færa þeim kærar þakkir fyrir þeirra stuðning.