Birtingardagsetning:
laugardaginn, 7. júní 2014 - 8:17
Frá:
Nú fer hver að verða síðastur að næla sér í punkta í tölti og tíma í skeiði fyrir Landsmót í sumar! Opið punktamót fyrir Landsmót verður haldið að Sörlastöðum miðvikudaginn 11. júní nk. kl. 18:30. Boðið verður upp á keppni í Tölti T1 og tímatöku í skeiði. Engin úrslit verða riðin, aðeins forkeppni.
Hvar: Sörlastöðum í Hafnarfirði
Hvenær: miðvikudaginn 11. júní nk. kl. 18:30
Verð:
Tölt T1 - 3.000 kr. pr skráningu
Skeið - 2.000 kr. pr.skráningu
Skráning fer fram í gegnum Sportfeng. Skráningu lýkur kl. 12 á hádegi þriðjudaginn 10. júní.
með kveðju, mótanefnd Sörla