Viðburðardagsetning: 
fimmtudaginn, 14. apríl 2016 - 19:00 to laugardaginn, 16. apríl 2016 - 18:00

Landsbankamót III og það síðasta í vetrarmótaröð Sörla verður haldið 14. – 16. apríl að Sörlastöðum. Síðasta mótið er að venju þrígangsmót. Að auki verður sérstök opin 100 m. skeiðkeppni, „Landsbankaskeið“

Skráning: Opnað verður fyrir skráningu mánudaginn 11. apríl og líkur henni miðvikudaginn 13. apríl á miðnætti. Mikilvægt er að keppendur vandi vel skráningu knapa og hest. Gefa þarf upp IS númer hests. Athugið að  einungis er tekið á móti skráningum í gegnum sportfengur.com. Mótið er opið öllum skuldlausum Sörlafélögum við félagið, þeir sem skulda félagsgjöld hafa ekki þátttökurétt.  Ekki voru sendir út greiðsluseðlar í pósti. Þeir sem ekki eru með netbanka geta að sjálfsögðu greitt félagsgjaldið í banka, eindagi félagsgjalda var 15. mars.  Athugið við skráninu að um tvö mót er að ræða Landsbankamót III og Landsbankaskeið. Stigasöfnum í 100 m. skeiði gildir frá fyrri Landsbankamótum.

Fyrirkomulag: Sýna skal a.m.k. þrjár gangtegundir í fjórum ferðum. Knapi hefur sjálfur val um hvaða gangtegundir hann sýnir, en sýna ber þrjár af fimm viðurkenndum gangtegundum íslenska hestsins. Dómskali gæðingakeppni gildir. Gefin er ein einkunn fyrir tölt. Ef bæði er sýnt hægt og greitt tölt gildir hærri einkunn.   Í 100m skeiði eru riðnir tveir sprettir og gildir besti tíminn úr öðrum hvorum sprettinum.   Keilur afmarka þar sem hestur er í dómi. Keppandi skal vera tilbúinn á brautarenda þegar knapi á undan er í braut.

Drög að dagskrá:

Athugið að dagskrá getur riðlast v. forfalla hesta. Knapar verða því að fylgjast vel með dagsskrá og fyrirmælum þular.

Fimmtudagur  14. apríl

kl. 19:00 100 m. skeið OPIÐ

Föstudagur 15. apríl.

  • Kl. 17:00 Forkeppni fullorðnir (blönduð úr öllum flokkum)
  • Kl. 19:00 Hlé
  • Kl. 19:30 Forkeppni fullorðnir (blönduð úr öllum flokkum)

Laugardagur 16. apríl.

  • Kl. 10:00
  • Barnaflokkur forkeppni
  • Unglingar og ungmenni (forkeppni blönduð)
  • Úrslit barnaflokkur
  • Úrslit ungllingaflokkur
  • Úrslit ungmennaflokkur
  • kl. 12:00 hádegishlé
  • Kl. 12:30 pollaflokkur
  • Kl. 13:00
  • Úrslit byrjendur
  • Úrslit konur 2
  • Úrslit karlar 2
  • Úrslit konur 1
  • Úrslit karlar 1
  • Úrslit heldrimenn og konur
  • Úrslit opinn flokkur
  • Kl. 16:30 Verðlaunaafhending

Stigakeppni knapa: Stigin reiknast eftir forkeppni.  Ef knapar eru jafnir að stigum eftir þriðja og síðasta mótið þá raðast keppendur þannig að sá sem verður hærri i úrslitum,  hlýtur hærra sætið i stigakeppni knapa.    Verðlaunaafhending fyrir stigahæstu knapana er strax að loknu móti í félagssal Sörla.  

Kveðja Mótanefndin

Birtingardagsetning: 
fimmtudaginn, 7. apríl 2016 - 10:35