Undanfarin tvö ár hefur ferðanefnd staðið fyrir reiðtúr á sumardaginn fyrsta. Höfum við þá heimsótt nágrannafélög okkar og riðið út með þeim. Síðast var t.d farið og riðið út með Adams félögum í Kjósinni. Þetta hefur mælst mjög vel fyrir og höfum við ákveðið að viðhalda þessari skemmtilegu nýbreytni. 
Í ár er fyrirhugað að heimsækja félaga okkar í Brimfaxa í Grindavík. Ekkert skráningargjald er í þessa ferð, og allir hjartanlega velkomnir. Þátttakendur sjá sjálfir um að flytja hrossin suður í Grindavík og verður reynt að sameinast um hestakerrur eins og hægt er. 
Nákvæm tímasetning liggur ekki endanlega fyrir, en líklegt að við verðum að lenda í Grindavík um hádegisbil. Nauðsynlegt að skrá sig með því að senda póst á netfangið ferdanefnd@sorli.is
Þar ætlum við svo að ríða út með Brimfaxafélögum og gera okkur glaðan dag á fyrsta degi sumars.
Vonumst til að sjá sem allra flesta!
Með góðri sumarkveðju, Ferðanefndin.

Sörli Hestamannafélag, Íþrótt, Lífstíll