Birtingardagsetning: 
fimmtudaginn, 10. mars 2016 - 15:52

Kæru Sörlafélagar!

Hér kemur lýsing á Sörlaferð 2016, en að þessu sinni verður farið um Kjósina og gist í glæsilegu veiðihúsi við Laxá í Kjós.

Nú þegar eru komnar fjölmargar skráningar í ferðina. Við viljum minna á að staðfestingargjald kr. 10.000 verður að greiðast fyrir 15. mars næstkomandi.

Einnig viljum við biðja þá er skráðu sig á kynningarfundinum um daginn, að senda okkur línu með netfangi, símanúmeri og hestafjölda á ferdanefnd@sorli.is Staðfesting á greiðslu sendist einnig á netfangið ferdanefnd@sorli.is Með góðri kveðju, Ferðanefnd Sörla

SUMARFERÐ SÖRLA 12. – 17. JÚNÍ 2016 KJÓS

AÐ ÞESSU SINNI ÆTLA SÖRLAFÉLAGAR AÐ FERÐAST UM Í ÆGIFÖGRU UMHVERFI KJÓSARINNAR, ÞAR SEM REIÐLEIÐIR ERU MEÐ ÞVÍ BESTA SEM GERIST OG MIKIÐ STARF HEFUR VERIÐ UNNIÐ Í BÆTINGU REIÐVEGA

AÐSTAÐAN

Gist er í veiðihúsinu við Laxá í Kjós. Þar er aðstaða öll eins og best verður á kosið, rúm fyrir 38 í húsi í tveggja manna herbergjum. Salerni og sturtuaðstaða er í hverju herber

TJÖLD/TJALDVAGNAR/FELLIHÝSI.

Gott slétt tjaldsvæði er rétt við húsið. Góð aðkoma er fyrir fellihýsi og hjólhýsi.

MATUR

Í Sörlaferðum er allur matur kvölds og morgna innifalinn í verði. Þá er gert ráð fyrir að fólk smyrji sér nesti fyrir daginn af morgunverðarborði. Matseld og þrif í höndum þátttakenda sjálfra samkvæmt hefð.

FARARSTJÓRN

Óðinn Elísson. Bóndi á Klörustöðum

FJÖLDI HESTA.

Þessi ferð krefst tveggja vel þjálfaðra hesta á mann. Hestarnir þurfa að vera nýlega járnaðir. Að gefnu tilefni viljum við taka fram að hestar eiga að vera á sumarskeifum. Þátttakendur eru beðnir að gæta hófs í hrossafjölda.

VERÐ Í FERÐ

Verðið í ferðina er 47.500 kr. á mann miðað við 2 hesta. Auka hestur í ferð 2.500 kr/hest. Ekki er gert ráð fyrir að menn taki með sér fleiri hesta í ferðina nema með leyfi ferðanefndar þar sem hámarksfjöldi hrossa í ferðinni er 100 hross.

Skráning í ferðina verður ekki virk fyrr en 10.000 kr staðfestingargjald hefur verið greitt. Staðfestingargjald og fullnaðargreiðslu skal leggja inn á reikning Reiknnr.1101-26-004044 KT 640269-6509 Vinsamlegast sendið kvittun á email ferðanefnd@sorli.is

VINSAMLEGA ATHUGIÐ:

  • Að um er að ræða takmarkaðan fjölda þátttakenda-fyrstur kemur fyrstur fær.
  • Að þeir einir geta farið í Sörlaferðir sem eru fullgildir, skuldlausir félagar í Sörla.
  • Að hjálmaskylda er í Sörlaferðum!
  • Að ölvun á hestbaki getur varðað brottvikningu úr ferð (gæta hófsJ
  • Að hver og einn ber ábyrgð á sinni eigin slysa- og ferðatryggingu.
  • Að greiða þarf 10.000 kr staðfestingargjald eigi síðar en 15. mars 2016.
  • Að helming ferðarinnar þarf að greiða fyrir 20. apríl 2016 þar sem endanlegur fjöldi í ferðina þarf að liggja fyrir þá (vegna staðfestingar á gistingu, rútu og fleira)
  • Að hægt er að panta í ferðina með því að senda tölvupóst á ferdanefnd@sorli.is
  • Að Sörli tekur ekki ábyrgð á meiðslum á hrossum sem alltaf geta komið upp í stóru stóði.

ATHUGIÐ: hrossin eru teymd af stað fyrsta legg í mosfellsdalnum þar sem við þurfum yfir þingvallaveg.

FERÐATILHÖGUN – Allar vegalengdir áætlaðar og fyrirvari gerður um breytingar á einstökum áföngum.

DAGUR 1 – 12. JÚNÍ. Mæting í Kjósina í laxveiðihúsið og koma sér fyrir svo fær folk sér kvöldmat um kvöldið þar sem nánari ferðatilhögun verður kynnt, farið yfir reiðleið næsta dags og önnur mikilvæg atriði.

DAGUR 2 – 13. JÚNÍ. Riðið sem leið liggur frá Hrísbrú í Mosfellsdal, yfir Svínaskarð og komið niður í Kjósina og farið að Klörustöðum í Kjós. Dagleið c.a 27km

DAGUR 3 – 14. JÚNÍ. Riðið frá Klörustöðum yfir Reynivallaháls, komið niður í Brynjudal í Hvalfirði. Mögulega verður riðið yfir Hvalfjörðinn ef stemmning er fyrir því, og til baka aðra leið yfir Reynivallaháls að Klörustöðum. Dagleið c.a 37 km

DAGUR 4 – 15. JÚNI. Riðið frá Klörustöðum niður Laxárbakka að Meðalfelli. Þaðan forum við í Miðdal. Því næst í Flekkudal/Hrosshól. Mjög skemmtileg reiðleið. Dagleið c.a 37 km

DAGUR 5 – 16.  JÚNÍ. Riðið frá Flekkudal/Hrosshól að Klörustöðum, upp Kjósina og yfir Stífnisdalsvatn og að Skógarhólum.

DAGUR 6 – 17. JÚNÍ. Tiltekt og heimferð um hádegi.

 

 

Sörli Hestamannafélag, Íþrótt, Lífstíll