Minnum á eina stærstu folaldasýningu ársins sem verður haldin á Sörlastöðum, félagssvæði hestamannafélagsins Sörla Hfj, laugardaginn 5.mars n.k. Sýningin hefst stundvíslega kl 13:00.
Kaffi og veitingasala verður á staðnum og er þetta frábær fjölskylduskemmtun. Nokkur folöld sem hafa mætt til leiks til okkar á Sörlastaði á sl árum hafa gert garðinn frægan á kynbótabrautinni t.d. Kolskeggur, Herjólfur og Herkúles.
Dómarar eru Þorvaldur Kristjánsson hrossaræktar ráðunautur og Magnús Benediktsson framkvæmdastjóri Spretts.
Folatollar verða á uppboði og einnig í verðlaun fyrir úrslitafolöldin og eru þeir ekki af verri endanum!
Uppboðs og verðlaunatollar eru:
Boði frá Breiðholti Garðabæ
Draupnir frá Brautarholti
Eldjárn frá Tjaldhólum
Grunnur frá Grund ll
Haukur frá Ragnheiðarstöðum
Hljómur frá Herríðarhóli
Hákon frá Ragnheiðarstöðum
Jarl frá Árbæjarhjáleigu
Skýr frá Skálakoti
Steggur frá Hrísdal
Trausti frá Þóroddstöðum (hæst dæmdi 4 vetra foli ársins 2015)
Þytur frá Neðra-Seli
Þrymur frá Hafnarfirði
Ölnir frá Akranesi
Skráning er í fullum gangi og skal senda skráningar á netfangið topphross@gmail.com
Við skráningu þarf eftirfarandi að koma fram:
-Nafn folalds, uppruni og IS númer
-Nöfn móður og föður folalds
-Litur
-Eigandi og ræktandi folalds
Skráningargjald fyrir folald er 2.000 kr og skráning er ekki gild fyrr en greiðsla hefur borist. Greiða skal inn á reikning: 0545-26-3615, kennitala: 640269-6509
Skráningu lýkur á miðnætti, fimmtudaginn 3.mars.
Vinsamlegast sendið staðfestingu á netfangið topphross@gmail.com með nafn folalds sem skýringu.