Birtingardagsetning: 
miðvikudaginn, 24. febrúar 2016 - 11:19

Byrjendaflokkur er flokkur sem við ætlum að prufa að keyra í vetur á Landsbankamótunum,þetta er flokkur fyrir þá sem eru að stíga sín fyrstu skref í keppni og finnst þeir ekki passa í hina flokkana 2,þ.e Konur 2 og Karlar 2.Við hvetjum fólk til að vera með í skemmtilegu móti sem er í raun mótaröð sem byggir á 3 mótum og stig fást fyrir hvert mót og svo eru vegleg verðlaun í lokin fyrir stigahæstu keppendurna 5 í hverjum flokki.Landsbankamótin eru mjög oft fyrsta skrefið hjá knöpum og hestum, þetta er einfalt og bráðskemmtilegt form sem allir geta ráðið við.Það er klárt að keppni með jákvæðu hugarfari er mjög uppbyggjandi fyrir alla knapa og hesta,svo er þátttaka tilvalin leið til að kinnast nýju hestafólki í Sörla, en allir sem taka þátt verða að vera félagar í Hestamannafélaginu Sörla,eins og allir ættu að vera sem á annað borð eru á íþróttasvæði félagsinns,auðvelt og er að ganga í félagið á vefnum og einnig er hægt að hringja í starfsmann félagsinns á Sörlastaði. Eftir mót verður Skemmtinefndin með skemmtun sem er frábær vettvangur til að koma saman og fara yfir málin .        

Fh Mótanefndar Siggi Ævarss