Birtingardagsetning: 
þriðjudaginn, 16. febrúar 2016 - 11:46

Þriðjudagskvöldið 16. febrúar kl. 20:00 mun Hanna Rún Ingibergsdóttir halda sýnikennslu á Sörlastöðum. Yfirskrift sýnikennslunar er "Grunnur að góðu tölti" Hönnu Rún þarf lítt að kynna hefur verið virkur Sörlafélagi til margra ár og áberandi á keppnisbrautinni seinustu ár. Hún útskrifaðist frá Háskólanum á Hólum  s.l. vor og hlaut allar viðurkenningar skólans.  Hanna Rún vinnur við tamningar og þjálfun hrossa í Kirkjubæ. Aðgangseyrir er 1.500 kr. Vonumst til að sjá sem flesta.

Sörli Hestamannafélag, Íþrótt, Lífstíll