Skráningafrestur á Ískaldar framlengdur til hádegis á morgun.
Spennan magnast fyrir Ísköldum töltdívum um helgina. Keppnin verður haldin í Samskipahöllinni í Spretti næstkomandi laugardag og hefst eftir hádegi (nánari tímasetning þegar skráningu lýkur).
Mótið er haldið til að efla konur til keppni í hestaíþróttum og styrkja um leið landslið Íslands í hestaíþróttum.
Skráning er á sportfeng http://skraning.sportfengur.com/ og lýkur á hádegi á morgun.
Veglegir vinningar verða veittir og því til mikils að vinna!
- Glæsilegasta parið hlýtur Reflect ábreiðu frá Hrímni, gjöf frá Líflandi og iittala vasa frá Ásbirni Ólafssyni.
- Sigurvegari opins flokks hlýtur þátttökurétt á Allra sterkustu 26. mars næstkomandi.
- Veglegir verðlaunagripir og aukavinningar frá Líflandi verða afhentir keppendum í A-úrslitum.
- Landsmót hestamanna gefur 4 vikupassa sem dregnir verða úr hópi þeirra sem keppa í úrslitum.
Við hvetjum allar konur til að skrá sig og taka þátt í þessum frábæra degi með okkur.
Fjórir flokkar verða í boði:
- Opinn flokkur (T1)
- Meira vanar (T3)
- Minna vanar (T7)
- Ungmennaflokkur (T3)
Vonumst til að sjá sem flesta á laugardaginn!