Birtingardagsetning:
mánudaginn, 4. janúar 2016 - 11:55
Frá:
Æskulýðsnefnd stendur fyrir fræðsluspjalli með Daníel Jónsyni laugardaginn 9. janúar kl. 13:00. Daníel mun fjalla um þjálfun hesta og skipulag vetrarþjálfunar. Öll börn og ungmenni sem mæta fá endurskinsmerki með Sörla merkinu sem hægt er að strauja á fatnað. Ekki missa af bráðskemmtilegu spjalli með Danna Jóns.