Almennt reiðnámskeið þar sem kapar eru aðstoðaðir við að setja sér markmið með hesta sína og fylgja þeim eftir. Á námskeiðinu kynnir Hinni þjálfunarkerfi sem er byggt á skipulagi, skýrum markmiðum og stjórnun á hugarfari. Farið verður yfir skipulag vetrarþjálfunar og fá knapar úrval æfinga sem nýtast vel við þjófun hesta. Námskeiðið er ætlað þeim sem hafa áhuga á skipulegri uppbyggingu reiðhesta. Þeir sem áhuga hafa á þessu námskeiði eru hvattir til að mæta á fyrirlestur hjá Hinna um hugarþjálfun og markmiðsetningu 7. janúar. Námskeiðið hefst 19 janúar og er kennt á þriðjudögum í sex skipti.
Verð kr. 35.000
Skráning: ibh.felog.is Þá er mikilvægt að haka við Samþykkja skilmála. Eftir að viðkomandi hefur skráð sig inn er þetta nokkuð ljóst. Síðan þarf maður að velja aðildarfélag og okkar tilfelli á að smella á lógóið fyrir IBH og þá koma þau námskeið sem eru í boði.