Birtingardagsetning:
þriðjudaginn, 27. maí 2014 - 13:49
Frá:
Í ljósi þess að ég hef sótt um að dæma á landsmóti hestamanna sem fram fer á Hellu í sumar hef ég ákveðið að taka mér hlé frá formennsku í Hestamannafélaginu Sörla. Mun ég ekki gegna því embætti og ekki vera í forsvari fyrir hestamannafélagið. Thelma Víglundsdóttir varaformaður Sörla mun taka við formennsku í félaginu frá og með morgundeginum og gegna því til 15.júlí n.k.
Bestu kveðjur, Magnús Sigurjónsson formaður Sörla