Kæru Sörlafélagar!
Vegna sérlega góðrar þátttöku og almennrar ánægju með Þorrareiðina sem við í ferðanefnd blésum til í fyrra, höfum við ákveðið að endurtaka leikinn. Þá vakna kannski spurningar eins og t.d hvar verður þetta og hvenær. Því getum við sem betur fer svarað! Herlegheitin fara fram á sjálfan þorrablótsdag Sörla, eða laugardaginn 23. janúar nk. kl 1300 að staðartíma. Lagt verður af stað frá Sörlastöðum kl 13 og riðinn hóflega langur hringur. Í áningu verður síðan boðið upp á rammíslenskar þorraveitingar að hætti hússins. Vonum að sem flestir sjái sér fært að mæta á þennan skemmtilega viðburð, og svo er þetta auðvitað upplagt til að koma sér í gírinn fyrir Þorrablót Sörla.
Sjáumst í þorraskapi!