Birtingardagsetning: 
þriðjudaginn, 27. maí 2014 - 11:00
Um næstu helgi laugardag 31. maí og sunnudag 1. júní verður Krýsuvíkurtúrinn farinn. Á laugardaginn 31. maí kl.13:00 er riðið frá Sörlastöðum í Krýsuvík og svo tilbaka frá Krýsuvík á sunnudeginum.  Hestarnir verða hafðir í Krýsuvíkinni yfir nóttina og gefið þar. Það tekur um það bil 4 klst. að ríða til Krýsuvíkur en það fer líka eftir veðri og hversu löng stoppin verða. Fyrir utan hvað þetta er skemmtileg ferð þá er þetta er tilvalinn þjálfunar reiðtúr fyrir sumarið. Athugið að fólk þarf að láta sækja sig til Krýsuvíkur á laugardeginum og aka sér þangað aftur á sunnudeginum.
Skráning er á ferdanefnd@sorli.is
 
Hestar í fótbolta í Krýsuvík, Sörli