Birtingardagsetning: 
mánudaginn, 26. maí 2014 - 7:53
Frá: 

Við viljum minna keppendur á að skráning á gæðingamót Sörla og Graníthallarinnar lýkur í kvöld á miðnætti.  
Þeir sem velja það að greiða með millifærslu verða að ganga frá greiðslu strax svo hægt sé að vinna að ráslistum og dagskrá og gefa út sem fyrst.  Að öðrum kosti er ekki hægt að gera ráð fyrir viðkomandi á mótið. 
Skráning fer ekki fram fyrr en skráningargjald hefur verið greitt!  

Skráning fer fram á sportfengur.com.

Skráningargjald í gæðingakeppnina er kr 4.000kr. en fyrir pollagreinar 1.000kr.

Athugið: 
Þeir sem ætla að skrá sig í áhugamannaflokk verða að tilkynna það með því að senda póst á motanefndsorla@gmail.com að öðrum kosti verða þeir skráðir í opna flokkinn.

Sportfengur bíður ekki upp á flokkinn unghross né polla.
Því þarf að skrá eftirfarandi:

  • Skráning í unghrossakeppni: Annað / Opinn flokkur
  • Skráning í pollaflokk: Annað / Annað

Þeir sem skrá polla í gæðingakeppnina verða að tilkynna það með því að senda póst á motanefndsorla@gmail.com

Mótanefnd Sörla áskilur sér rétt til þess að fella niður keppnisflokka ef þátttaka telst ekki næg. 
Dagskrá verður fljótlega birt eftir að vitað er um fjölda þátttakenda.