Birtingardagsetning:
sunnudaginn, 20. apríl 2014 - 19:12
Graðhestamannafélag hestakarla í Sörla auglýsir.
Hin árlega Karlapungaferð verður farin miðvikudaginn 23. apríl nk.
Lagt verður af stað í reiðtúrinn frá Sörlastöðum kl. 18.30 miðvikudaginn næstkomandi og að honum loknum verður komið saman á Sörlastöðum og gætt sér á Lambakótelettum með alles. Sjálfsögðu kaldur á kantinum.
Nú er bara að koma saman og hafa gaman og kveðja vetur ( sem er búin að vera frekar leiðilegur veðurfarslega séð ) og fagna saman sumri og sól.
Nefndin