Viðburðardagsetning: 
fimmtudaginn, 29. maí 2014 - 10:00 to laugardaginn, 31. maí 2014 - 16:00
Vettvangur: 

Gæðingamót fer fram á félagssvæði Sörla á Sörlastöðum dagana 29. - 31. maí nk. 

Boðið verður upp á eftirfarandi keppnisgreinar:

  • A flokkur gæðinga
  • A flokkur gæðinga áhugamenn
  • B flokkur gæðinga 
  • B flokkur gæðinga áhugamenn
  • Pollar teymdir
  • Pollagæðingakeppni
  • Barnaflokkur 
  • Unglingaflokkur 
  • Ungmennaflokkur
  • Unghross (5 vetra og yngri)

Ekki verður boðið upp á tölt né skeiðgreinar á þessu móti en mótanefnd hefur ákveðið að bjóða upp á slíkt mót í júní.  Að venju ríða áhugamenn í A og B flokki með atvinnumönnum en áhugamenn ríða svo sérstök úrslit laugardaginn 31. maí.  Glæsileg verðlaun verða í öllum greinum og að auki verður gæðingur mótsins valinn sem og knapi mótsins.

Reglur vegna úrtöku:
Á þessu móti fer fram úrtaka Sörla fyrir Landsmót 2014 því verða allir keppnishestar að vera í eigu Sörlafélaga. Eigandinn verður að vera skuldlaus við félagið. Að auki verða knapar í yngri flokkum að vera skráðir í Sörla og hafa greitt félagsgjöld. Knapar í fullorðnisflokkum verða vera skráðir í hestamannafélag.

Pollagæðingakeppni:
Á gæðingamótinu verður boðið upp á sérstakan flokk fyrir vana polla þ.e. pollagæðingakeppni. Pollum er ekki sætaraðað en allir frá þátttökuverðlaun. Pollum er ekki heimilt að mæta á stóðhestum. Nánari upplýsingar um þessa keppni verður kynnt síðar. Gert er ráð fyrir að pollar komi fram laugardaginn 31. maí en það verður nánar auglýst þegar dagskrá liggur fyrir.

Skráning:
Skráning fer fram á sportfengur.com.
Skráningargjald í gæðingakeppnina er kr 4.000kr. en fyrir pollagreinar 1.000kr.
Athugið: Skráning fer ekki fram fyrr en skráningargjald hefur verið greitt!  Þeir sem ætla að skrá sig í áhugamannaflokk verða að tilkynna það með því að senda póst á motanefndsorla@gmail.com
Skráning hefst á morgun föstudag 23.5 og lýkur á miðnætti mánudag 26.5.

Athugið: Sportfengur bíður ekki upp á flokkinn unghross né polla.
Því þarf að skrá eftirfarandi:

  • Skráning í unghrossakeppni: Annað / Opinn flokkur
  • Skráning í pollaflokk: Annað / Annað

Þeir sem skrá polla í gæðingakeppnina verða að tilkynna það með því að senda póst á motanefndsorla@gmail.com

Mótanefnd Sörla áskilur sér rétt til þess að fella niður keppnisflokka ef þátttaka telst ekki næg. 
Dagskrá verður fljótlega birt eftir að vitað er um fjölda þátttakenda.

með kveðju, Mótanefnd Sörla

 

Birtingardagsetning: 
fimmtudaginn, 22. maí 2014 - 10:50
Frá: 
Verðlaunaafhending, Sörli, Hestamennska, Börn