Frá:
Mikið hefur snjóað eins og flestir hafa tekið eftir. Snjórinn hefur verið mokaður í vikunni af reiðgötum, eins og hægt var.
Snjótönninn sem Sörli hefur notað við snjómokstur er úr sér gengin og því var ekki annað hægt en að fjárfesta í nýrri. Núna stendur yfir viðgerð á Zetor félagsins og einnig er verið að útbúa nýja snjótönn þannig að hægt sé að festa hana við traktorinn. Því biðjum við félagsmenn um að sýna okkur biðlund þar sem ekki er hægt að moka reiðgötur fyrr en vonandi fljótlega eftir helgi.