Mættir voru: Páll Ólafsson, Ásgeir Margeirsson, Eggert Hjartarson, Hlynur Árnason, Sigurður Ævarsson, Thelma Víglundsdóttir og Þórunn Ansnes. Þórunn ritaði fundinn.

Gerður var starfssamningur við Þórunni Ansnes vegna starfs framkvæmdastjóra í 100%.

Rætt var um nefndargrill og mikilvægi þess að bjóða öllum sem hafa lagt hönd á plóg í sjálfboðaliðastarfi félagsins.  Dagsetning fyrir nefndargrillið var ákveðin 2. október. Þórunn sér um að senda út boð.

Ásgeir gerði grein fyrir að umsókn um breytingu á nýju deiliskipulagi vegna byggingu rýrrar reiðhallar var farin til skipulags- og byggingarráðs Hafnarfjarðar.

Eggert lýsti áhyggum vegna þrýstings íbúa í Áslandi um að Áslandsvegurinn verði færður og komi þá til með að ógna svæðinu í kringum Hlíðarþúfur. Eggerti var falið að gera uppkast að bréfi til að mótmæla nýjum hugmyndum um vegastæði og óska eftir að Hafn. héldi sig við samþykkt deiliskipulag.

Viðhald fasteigna. Félaginu barst bréf frá Geir Bjarnasyni , íþrótta- og tómstundafulltrúa Hafnarfjarðar þess erindis að íþróttafélögin skuli sækja um og senda fjárhagsáætlun vegna viðhalds fasteigna á komandi ári þ.e. 2016. Þórunni var falið að senda inn umsókn og fjárhagsáætlun.

Þórunn óskaði eftir umræðu um fjármál félagsins.

  1. Styrkur vegna gerðis í Hlíðarþúfum. Stórn ákvað að veita 250.000 kr. í verkið.
  2. Gerðið við Sörlastaði. Ákveðið var að fara ekki í viðhald á því að sinni.
  3. Snjótönn. Sú snjótönn sem notuð hefur verið við snjómokstur er ónýt. Rætt var um kaup á nýrri eða notaðri. Þórunn fær heilmild að leita að sjnótönn og færi heimild til að nota 300.000kr. við kaupin. Einnig er Þórunni falið að leita stuðnings Hafnarfjarðarbæjar við kaup á snjótönn.
  4. Þórunn ræddi að rafmagn á Sörla þarfnast endurbóta og þarf að koma upp nýrri rafmagnstöflu. Ákveðið var að setja ósk um endurbætur á rafmagni í umsókn vegna viðhalds fasteigna til Hafnarfjarðarbæjar.

Rætt var um Gæðingaveislur Sörla og Mána, en óánægjuraddir hafa heyrst vegna framkvæmdar mótsins. Fram kom að erfitt væri að gera eitthvað í þessum óánægjuröddum eftir á.  Eðlilegast væri að fólk færi þær hefðbundnuleiðir sem reglur um mótahald bjóða uppá.  Ákveðið var að heyra í nenfdinni sem sá um Gæðingaveisluna.

Fleira ekki rætt

Fundi slitið kl. 22:30

Viðburðardagsetning: 
fimmtudaginn, 3. desember 2015 - 10:51
Frá: 
Vettvangur: