Mættir voru: Páll Ólafsson, Ásgeir Margerisson, Eggert Hjartarson, Hlynur Árnason, Sigurður Ævarsson og Þórunn Ansnes. Thelma Víglundsdóttir boðaði forföll. Þórunn ritaði fundinn. Fundur settur kl. 19:00
Farið var yfir starf liðins veturs. Stjórn þótti starfið hafa tekist vel og góð aðsókn var í viðburði félagsins. En vonbrigiði voru hversu fáar skráningar voru á kynbótasýningu hjá Sörla.
Ákveðið var að bæta við einu hlassi af Furuflís í reiðhallargólfið, kvartanir höfðu borist að efnið sem fyrir var væri ekki nægilega þekjandi.
Rætt var um reiðskóla Sörla og Íshesta, en Íshestar vilja stytta tímabilið sem reiðskólinn er starfandi.
Þórunn mun fara í sumarfrí að reiðskóla loknum þ.e. um miðjan júlí og koma aftur til starfa að loknu heimsmeistaramóti.
Fleira ekki gert.
Fundi slitið kl. 21:00