Birtingardagsetning: 
þriðjudaginn, 8. desember 2015 - 9:48

Helgarnámskeið með Eyjólfi Ísólfssyni sem var  í mörg ár yfirreiðkennari á Hólum.  Hann er frábær kennari með mikla reynslu í kennslu og er einn af örfáum reiðkennurum landsins með réttindi A.

Hér er verulega spennandi tækifæri fyrir knapa að komast í tíma hjá þessum frábæra kennara.  Eyjólfur er nú búsettur erlendis og eru því ekki mörg tækifæri að komast í tíma til hans.

Kennsluhelgin verður 14.-16.febrúar n.k.  Þetta eru einkatímar þar sem hver knapi fær aðstoð með eigin hest.  

Kennsla hefst  seinnipart föstudags en verður framhaldið  laugardag og sunnudag. Í lok námskeiðsins fær hver knapi leiðbeiningar um framhald þjálfunar fyrir sig og sinn hest.

Námskeiðið er opið öllum.  Rétt er þó að vekja athygli á að  einungis átta  knapar komast í verklegu tímana.

Hægt verður að kaupa sig inn á áhorfendapalla og fylgjast með kennslunni (einungis 15 manns)

Sörlafélagar        kr.59.900.-

Utanfélagsmenn kr. 64.900.-

Skráning á sorli@sorli.is

Efnisorð: 
Sörli Hestamannafélag, Íþrótt, Lífstíll