Borist hefur tillaga þess efnis að breyta reikningsári félagsins til samræmis við starfsárið. Eftirfarandi lagabreytingar þyrfti því að gera:
5. gr. fyrsta málsgrein er núna: Reikningsár félagsins er almanaksárið. Þó skal aðalfundi gerð grein fyrir rekstri fyrstu átta til níu mánuði ársins, sem er að líða. En verður: Reikningsár félagsins er frá 1. október til 30. september.
Fimmta málsrein 5. gr. er núna: Hefja skal innheimtu félagsgjalda í upphafi árs og stefnt að því að henni sé lokið 1. júní. En verður: Félagsgjald skal greiða fyrir 1. febrúar ár hvert. Félagar sem ekki greiða félagsgjöld fyrir 1. febrúar ár hvert, hafa ekki rétt til að taka þátt í keppnum á vegum félagsins né réttindi á fundum þess á yfirstandandi starfsári fyrr en þeir hafa greitt skuld sína.
Fyrsta málsgrein 6. gr. er: Aðalfund skal halda í október ár hvert. Til hans skal boðað með minnst tveggja vikna fyrirvara með auglýsingu í fréttabréfi félagsins, tilkynningu á heimasíðu félagsins og auglýsingum á félagssvæðinu. Í fundarboði skal vísað til laga félagsins um dagskrá. En verður: Aðalfund skal halda fyrir 1. desember ár hvert. Til hans skal boðað með minnst tveggja vikna fyrirvara með auglýsingu í fréttabréfi félagsins, tilkynningu á heimasíðu félagsins og auglýsingum á félagssvæðinu. Í fundarboði skal vísað til laga félagsins um dagskrá. Einnig myndi 10. liður í 6. gr. Kosning í nefndir, deildir og ráð og skal kjósa formenn sérstaklega. Í lávarðadeild er ekki kosið, sbr. 18. gr. Myndi falla niður. Því nauðsynlegt er að manna nefndir félagsins fyrr á árinu.
Að auki er lagt til að 5. grein í starfslýsingu stjórnar Sörla verði breytt. Greinin er eftirfarandi: 5. Gjaldkeri sér um innheimtu félagsgjalda. Hann hefur sér bankareikning og hefur einn prókúru á honum. en verður: Gjaldkeri sér um að félagsgjöld séu innheimt.
color:#333333">
color:#333333">
color:#333333">
color:#333333">