Fimmtudaginn 17. september kl. 19:30 verða knapamerkjaskírteini afhent. Einnig ætlum við að hafa notalega stund saman þar sem boðið er uppá pizzu. Christiane Mainka kennari við Hólaskóla mætir og heldur fyrirlestur um knapamerkin, breytingar og keppni.

Allir sem áhuga hafa á að fræðast nánar um knapamerkin og eiga góða stund saman á Sörlastöðum eru velkomnir.