Ef næg þátttaka næst verður boðið upp á námskeið þar sem knapar fá aðstoð við undirbúning fyrir keppni árið 2016.
Kennari er Hanna Rún Ingibergsdóttir sem er útskrifaður reiðkennari frá Háskólanum á Hólum. Hún hlaut s.l. vor allar viðurkenningar skólans. Hönnu Rún þarf lítt að kynna hefur verið virkur Sörlafélagi til margra ár og áberandi á keppnisbrautinni seinustu ár. Vinnur við tamningar og þjálfun hrossa í Kirkjubæ.
Kennslufyrirkomulag: Fyrsti tími er á bóklegur þar sem allir þátttakendur mæta. Farið verður yfir fyrirkomulag námskeiðiðsins. Þar geta knapar rætt sinn hest og hvað sé til ráða með hvern og einn. Fyrsti reiðtími er einkatími þar sem kennari skoðar hesta og prófar. Þá mun Hanna Rún setja tvo og tvo saman sem eru að vinna að svipuðum verkefnum. Kennt verður einu sinni í viku á mánudögum. Námskeiðið er samtals 7 verklegir timar.
Farið verður yfir þjálfun og uppbyggingu á keppnishestum fóðrun, járningar og uppbygging fyrir keppnistímabilið. Lögð veðrur áhersla á liðkandi mýkjandi æfingar. Knöpum kennt að búta niður æfingar til að gera þær auðveldari fyrir mann og hest.
Kennari: Hanna Rún Ingibergsdóttir
Kennsla hefst mánud. 5.október
Verð:: 29.000
Skráning: Áhugasamir sendi mail á sorli@sorli.is