Það lostnaði eitt pláss á járninganámskeiðið hjá Sigurði Torfa - áhugasamir sendi póst á sorli@sorli.is
Helgina 10.-12. janúar 2020 mun Sigurður Torfi vera með járninganámskeið, fyrir byrjendur og lengra komna.
Bóklegir tímar verða á föstudagskvöldinu og verklegir tímar laugardag og sunnudag. Sigurður Torfi skiptir hópnum upp eftir bóklega tímann.
Sigurður Torfi lauk námi járningum árið 1995 frá Eastern School of Farriery í Martinsville í Virginia.
Árið 2011 rannsakaði hann hófa reiðhesta og kynbótahrossa og birtust niðurstöðurnar í BS-ritgerð hans við Landbúnaðarháskólann á Hvanneyri, Hófar íslenskra hrossa Samanburður hófa reið- og kynbótahrossa.
Sigurður Torfi hefur gríðarmikla reynslu bæði af járningum og kennslu.
Lámarksfjöldi 6 og hámarksfjöldi 12 manns.
Námskeiðsgjald 29.000 kr.