Árlegt skírdagskaffi Hestamannafélagsins Sörla er á fimmtudaginn 24. mars að Sörlastöðum. Hróður þessarar veislu hefur borist víða og stöðugt fleiri gestir mæta til leiks. Við hvetjum alla til að koma og gleðjast með okkur Sörlafélögum.

Óskum einnig eftir veitingum frá Sörlafélögum og tökum á móti þeim frá kl.11 að Sörlastöðum

Húsið opnar kl. 14:00 og Sörlafélagar ríða á móti gestum að vanda.
Verð á hlaðborðið er 1500,- fyrir fullorðna og 500,- fyrir börn.

Allir velkomnir,

Skemmtinefnd

Viðburðardagsetning: 
fimmtudaginn, 24. mars 2016 - 14:00
Frá: 
Framkvædastjóra