Skemmtinefndin ásamt æskulýðsnefndinni kynnir skemmtilegu Skemmtileikarnir verða haldnir í fyrsta sinn á laugardaginn klukkan 13:00 (á undan Landsbankamóti 1) inni í reiðhöll. Markmið leikanna er að allir geti tekið þátt (þeir allra yngstu mega koma með aðstoðarmann sem teymir) og að allir hafi gaman saman. Það er ekkert aldurstakmark hvorki niður né upp. Keppt verður í brokki og feti svo nú er um að gera að mæta með reiðhestinn, gæðinginn eða truntuna hvernig sem á það er litið, þarna eiga allir jafna möguleika og hafa tækifæri til að láta ljós sitt skína. Við hlökkum til að sjá ykkur, æðislegt væri ef þið mynduð melda þátttöku ykkar í commenti á facebook ef þið hafið áhuga annars er skráning á staðnum og það er ekkert skráningargjald. Við erum spennt en þú?