Viðburðardagsetning: 
laugardaginn, 17. febrúar 2018 - 13:00

Laugardaginn 17. febrúar verða fyrstu Vetrarleikar Sörla haldnir. Mótið hefst  stundvíslega kl. 13:00 að Sörlastöðum í Hafnarfirði. Skráning verður á Sörlastöðum milli 11 og 12 sama dag.

Dagskrá og keppnisflokkar:

  • Pollar
  • Börn
  • Unglingar
  • Ungmenni
  • Byrjendaflokkur
  • Konur 2
  • Karlar 2
  • Heldri menn/konur 55+
  • Konur 1
  • Karlar 1   
  • Opinn flokkur
  • 100 m. skeið

Pollar keppa inni í reiðhöllinni

Hver keppandi má aðeins skrá í einn flokk og eru félagar hvattir til að sýna metnað við skráningu í flokka. Mótanefnd áskilur sér rétt til að sameina flokka ef ekki er næg þátttaka í einhverjum þeirra.

Vetrarleikarnir eru þriggja móta röð þar sem verðlaunað er fyrir hvert mót, auk þess sem keppendur safna stigum úr öllum þremur mótunum og verða stigahæstu knaparnir í hverjum flokki verðlaunaðir á síðasta mótinu.

  • 1.sæti gefur 11 stig
  • 2.sæti gefur 8 stig
  • 3.sæti gefur 6 stig
  • 4.sæti gefur 5 stig
  • 5.sæti gefur 4 stig
  • 1 stig fæst fyrir þá sem taka þátt.

Á þessu móti er keppt í tölti á beinni braut. Allir keppendur í sama flokki eru saman á vellinum. Þeir ríða hver á eftir öðrum til dóms eftir útgefinni rásröð. Keppt er annars vegar í hægu tölti og hins vegar frjálsri ferð á tölti eftir fyrirmælum þular. 

Mótanefnd hvetur keppendur að nýta vetrarmótaröðina til að fara út fyrir þægindarammann og leggja metnað í hvaða flokk það skráir sig. Það hefur ekkert fordæmi fyrir því hvaða flokka fólk skráir sig í á stærri mótum. Hér að má sjá hvernig flokkarnir eru skráðir í sportfeng og nánari lýsing á þeim.

Skráningargjald er það sama og í fyrra kr. 2500, 1000 fyrir börn og unglinga og frítt fyrir polla.

Hvetjum við alla til að taka þátt og byrja að sanka að sér stigum.

Með kveðju Mótanefndin.

Birtingardagsetning: 
mánudaginn, 12. febrúar 2018 - 9:02
Frá: 
Sörli Hestamannafélag, Íþrótt, Lífstíll