Eins og margir vita á einn af góðum félagsmönnum Sörla, Róbert Veigar Ketel, við erfið veikindi að stríða, og langar okkur að styðja við bakið á honum og fjölskyldu hans með því að halda styrktarmót þann 2. maí. Áætlað er að mótið hefjist kl. 18:00
Um er að ræða opið töltmót þar sem öll innkoma rennur óskipt í styrktarsjóð Róberts, þar sem allir sem að mótinu koma gefa vinnu sína.
Boðið verður uppá eftirfarandi flokka:
- T3 Opinn flokkur
- T3 Áhugamenn
- T7 fullorðinna
- T3 21 árs og yngri
- T7 21 árs og yngri
Skráningargjöld eru frjáls framlög að lágmarki 3.000 kr og fer skráning fram í reiðhöllinni Sörlastöðum á milli kl 19 og 21 mánudagskvöldið 30. apríl.
Sýnum samstöðu í verki og tökum þátt!
Fyrir nánari upplýsingar má hringja í síma 8230454 (Magga Freyja) eða 8486811 (Hafdís Arna)