Viðburðardagsetning: 
mánudaginn, 1. maí 2017 - 11:00

Opið pollagæðingamót Sörla verður haldið þann 1. maí nk. að Sörlastöðum í Hafnarfirði. Mótið hefst kl 11:00 og er opið öllum börnum 9. ára á árinu og yngri. Í forkeppni ríða 3 keppendur inni á vellinum í einu. Gefa skal upp hvort riðið sé upp á hægri eða vinstri hönd við skráningu. Riðið er eftir þul. Keppt er eftir reglum LH nr. 7.7.4.1 Pollagæðingakeppni. http://www.lhhestar.is/static/files/Log_og_reglur/2017/lh_logogreglur_28032017_prent.pdf Þáttökugjald er 500kr. og skráning fer fram á sportfengur.com og lýkur þann 27. apríl kl 23:00
Athugið að ekki er heimilt að keppa á stóðhestum.

Birtingardagsetning: 
miðvikudaginn, 19. apríl 2017 - 10:02