Opið íþróttamót Sörla og Graníthallarinnar verður haldið á Sörlastöðum dagana 14. - 17.maí n.k. Síðasti skráningardagur er í dag og lýkur henni á miðnætti. Dagskrá mun svo birtast fljótlega eftir að skráningu lýkur. Skráningagjöld eru 3.000 kr. á hverja keppnisgrein nema polla sem er 1.000 kr.
ATHUGIÐ: Ekki verður hægt að skrá sig eftir að skráningarfresti lýkur.
Skráning er á eftirfarandi vefslóð: Sportfengur. Nánari leiðbeiningar um skráningu í Sportfeng má nálgast hér.
Boðið verður upp á keppni í eftirtöldum greinum:
- Fimmgangur F1: meistarar
- Fimmgangur F2: unglingar, ungmenni, 2 flokkur 1. flokkur
- Fjórgangur V1: meistarar
- Fjórgangur V2: börn, unglingar, ungmenni, 2 flokkur 1 flokkur
- Tölt T1: meistarar
- Tölt T3: unglingar, ungmenni , 2. flokkur 1. flokkur
- Tölt T7: börn, unglingar, 2 flokkur
- Skeið: 100m, 150m, 250m
- Gæðingaskeið PP1: unglingar, ungmenni, 2. flokkur 1. flokkur, meistarar
- Slaktaumatölt T4: unglingar, ungmenni, 2. flokkur,1. flokkur
- Slaktaumatölt T2: meistarar
- Pollaþrígangur
- Pollar
Mótanefnd áskilur sér rétt til að sameina og/eða fella niður greinar og flokka ef ekki næst nægileg þátttaka.
Athugið Í skráningakerfi Sportfengs er:
- Pollaþrígangsflokkur skráður sem þrígangur/annað
- Pollaflokkur skráður sem annað/annað
Í nýsamþykktum reglum um styrkleikaflokkun:
- er þrengd heimild þeirra sem taka þátt í léttari greinum, T7 og V5 til að taka þátt í öðrum keppnisgreinum á sama móti. Þetta er hugsað til að T7 og V5 þjóni sínum tilgangi fyrir minna vana knapa en fyllist ekki af vönum knöpum á nýjum hestum. (ÍSLENSK SÉRREGLA)
- geta knapar einungis keppt annað hvort í 1, 2 eða meistaraflokki, þ.e. einungis einum flokki á hverju móti.
Í lögum og reglum um keppni á vegum LH 2015-1 er eftirfarandi ritað um styrkleikaflokkun opins flokks:
- 2. flokkur: Hugsaður fyrir minna vant keppnisfólk. Hámark 3 keppendur inni á vellinum í einu. Til dæmis T3, T4, V2 og F2. Fyrir þennan flokk má nota venjulegar greinar og einnig léttari keppnisgreinar fyrir minna vant keppnisfólk sem finna má í kafla um keppnisgreinar. Til dæmis T7 og V5 fyrir þá sem ekki keppa fyrrtöldum greinum.
- 1. flokkur: Hámark 3 keppendur inni á vellinum í einu svo sem greinum T3, T4, V2 og F2 og fleirum. Meistaraflokkur:
- Í Meistaraflokki skulu notaðar hringvallargreinar þar sem keppendur eru einir inn á vellinum í einu; T1, T2, V1 og F1. Þar mega allir taka þátt og er hann hugsaður fyrir reynt keppnisfólk. Keppandi má einungis keppa í einum flokki, þ.e. 2. flokki, 1. flokki eða meistaraflokki á sama móti. Rísi ágreiningur um flokkaskiptingu keppenda, hefur mótsstjórn úrskurðarvald.
- Vonum við að þetta hjálpi keppendum við val á flokk og keppnisgreinum.
Frekari upplýsingar um lög og reglur í keppnum LH má finna hér: Lög og reglugerðir um keppni á vegum LH 2015 - 1
Aðalstyrktaraðili mótsins er Graníthöllin en önnur fyrirtæki og einstaklingar styrkja mótið einnig. Án þessara velunnara Sörla væri ómögulegt að halda svona mót. Þökkum við þeim kærlega fyrir veittan stuðning.
Hlökkum til að sjá ykkur á Sörlastöðum í Hafnarfirði.
Mótanefnd Sörla