Viðburðardagsetning: 
fimmtudaginn, 14. maí 2015 - 9:00 to sunnudaginn, 17. maí 2015 - 20:00
Vettvangur: 

Opið íþróttamót Sörla verður haldið á Sörlastöðum dagana 14. - 17.maí n.k.  Athugið að skráningu lýkur á miðnætti á morgun 9 maí. 

Hvetjum við keppendur að draga ekki skráningu fram á síðustu mínútu svo Sportfengur hafi undan.  Það auðveldar alla vinnu og skapar minna álag á mótanefnd og keppendur.

Boðið verður upp á keppni í eftirtöldum greinum:

  •  Fimmgangur F1: meistarar
  •  Fimmgangur F2: unglingar, ungmenni, 2 flokkur 1. flokkur
  •  Fjórgangur V1: meistarar
  •  Fjórgangur V2: börn, unglingar, ungmenni, 2 flokkur 1 flokkur
  •  Tölt T1: meistarar
  •  Tölt T3: unglingar, ungmenni , 2. flokkur 1. flokkur
  •  Tölt T7: börn, unglingar, 2 flokkur
  •  Skeið: 100m, 150m, 250m
  •  Gæðingaskeið PP1: unglingar, ungmenni, 2. flokkur 1. flokkur, meistarar 
  •  Slaktaumatölt T4: unglingar, ungmenni, 2. flokkur,1. flokkur 
  •  Slaktaumatölt T2: meistarar
  •  Pollaþrígangur
  •  Pollar

Mótanefnd áskilur sér rétt til að sameina og/eða fella niður greinar og flokka ef ekki næst nægileg þátttaka.

Skráningagjöld eru 3.000 kr. á hverja keppnisgrein nema polla sem er 1.000 kr.  

ATHUGIÐ: Ekki verður hægt að skrá sig eftir að skráningarfresti lýkur.

Frekari upplýsingar má finna í fyrri auglýsingu um mótið frá mótanefnd Sörla 

Birtingardagsetning: 
föstudaginn, 8. maí 2015 - 8:22
Frá: