Viðburðardagsetning: 
þriðjudaginn, 3. maí 2016 - 18:00

Nýhestamót Sörla verður haldið þriðjudaginn 3. maí kl. 18:00

Skráning á mótið verður í dómpalli fyrr um daginn eða frá kl. 16.00 - 17.00. Skráningargjald er kr. 2.000 og skal greiða um leið og skráð er.  
Ekki er posi á staðnum.

Athugið að gefa þarf upp IS númer hests ásamt nafni, lit og kennitölu knapa. Mikilvægt að rétt nafn knapa sé gefið upp.  
Einnig óskum við eftir að fá upplýsingar fleiri upplýsingar um hestinn eins og hver er ræktandi, ættir auk annarra skemmtilegra upplýsinga um hestinn, þar sem þetta er nýir hestar að koma fram á sjónarsviðið á keppnisbrautinni. 

Reglur á Nýhestamóti:
- Hestur má ekki hafa unnið til verðlauna árið 2015 eða áður, hvort sem er í Sörla eða annarsstaðar.  Hann má hafa unnið til verðlauna í ár 2016.
- Keppendur þurfa að vera félagar í Sörla.
- Hestur verður að vera í eigu Sörlafélaga.

Keppnisfyrirkomulag:
Keppt er í tölti á beinni braut. Allir keppendur í sama flokki eru saman á vellinum. Þeir ríða hver á eftir öðrum til dóms. Keppt er annars vegar í hægu tölti og hins vegar frjálsri ferð á tölti (fegurðartölti), eftir fyrirmælum þular. Ef keppendur eru 20 eða færri skráðir í flokk skipar dómari 5 efstu hesta í sæti. Séu keppendur 21 eða fleiri skráðir í flokk velur dómari 10 efstu hesta sem ríða úrslit. Að þeim loknum velur dómari 5 efstu hesta í sæti.

Dagskrá og flokkar
- 21 árs og yngri
- konur
- karlar

Gefin verður út rásröð.

Með kveðju, Mótanefndin

 

Birtingardagsetning: 
föstudaginn, 29. apríl 2016 - 11:55
Sörli Hestamannafélag, Íþrótt, Lífstíll