Viðburðardagsetning: 
föstudaginn, 27. mars 2015 - 17:30
Vettvangur: 
 

Annað Landsbankamót vetrarins sem halda átti laugardaginn 14. mars var frestað vegna veðurs. Ákveðið hefur verið að halda mótið föstudaginn 27. mars næstkomandi og hefst það stundvíslega kl. 17:30 að Sörlastöðum í Hafnarfirði. Nánari dagskrá verður birt síðar.

Skráning: 
Skráningargjald er það sama og í fyrra og í hitti fyrra kr. 2000 fyrir alla flokka nema polla kr. 500 og skeið sem er kr.1500 krónur. 
 
Skráning er hafin og fram í gegnum Sportfeng(link is external)  Hægt verður að skrá sig á mótið til miðnættis þriðjudaginn 24. mars. Athugið að ekki er tekið við skráningum á annan hátt.  Hægt er að greiða með visa eða með millifærslu í gegnum Sportfeng. 
 
Í Sportfeng er valið Tölt T3 og þann flokk sem þið veljið að keppa í.  
 
Athugið að:
  • "3 flokkur" = "minna vanir" í sportfeng og
  • "heldri menn/konur 50+" = "annað" í sportfeng.  
  • Sjá nánar leiðbeiningar með skráningu hér.
 
Polla þarf að skrá með því að senda póst á motanefndsorla@gmail.com(link sends e-mail) og gefa upp nafn knapa og nafn hest ásamt því hvort þau ríði sjálf eða eru teymd.
 
Keppnisflokkar:
  • Skeið (100m)
  • Pollar teymdir 
  • Pollar 
  • Börn
  • Unglingar
  • Ungmenni
  • Heldri menn/konur 50+
  • 3. flokkur 
  • 2. flokkur
  • 1. flokkur
  • Opinn flokkur
  •  
  •  

Mótið er ætlað skuldlausum félagsmönnum í hestamannafélaginu Sörla. Hver keppandi má aðeins skrá í einn flokk og með einn hest (gildir ekki um skeiðið).  Félagar hvattir til að sýna metnað við skráningu í flokka. Mótanefnd áskilur sér rétt til að sameina flokka ef ekki er næg þátttaka í einhverjum þeirra.

Landsbankamótaröðin er þriggja móta röð þar sem verðlaunað er fyrir hvert mót, auk þess sem keppendur safna stigum úr öllum þremur mótunum og verða stigahæstu knaparnir í hverjum flokki verðlaunaðir á síðasta mótinu.

1.sæti gefur 11 stig
2.sæti gefur 8 stig
3.sæti gefur 6 stig
4.sæti gefur 5 stig
5.sæti gefur 4 stig

1 stig fæst fyrir þá sem taka þátt.
 
Á þessu móti er keppt í tölti á beinni braut. Allir keppendur í sama flokki eru saman á vellinum. Þeir ríða hver á eftir öðrum til dóms eftir útgefinni rásröð. Keppt er annars vegar í hægu tölti og hins vegar frjálsri ferð á tölti eftir fyrirmælum þular. Auk þessa er keppt í 100 m. skeiði. Riðnir tveir sprettir og gildir besti tíminn úr öðrum hvorum sprettinum.  Sjá nánar reglur mótraðarinnar hér:  Reglur
 
 
Með kveðju Mótanefndin.
 
 
Efnisorð: 
Birtingardagsetning: 
mánudaginn, 16. mars 2015 - 21:53
Frá: 
Mótaröð Sörla & Landsbankans