Viðburðardagsetning: 
fimmtudaginn, 14. maí 2015 - 9:00
Vettvangur: 

Keppendur eru beðnir að mæta stundvíslega í keppni svo hægt sé að halda dagskrá en hún er þétt skipuð.  Keppendur eiga að mæta tímanlega inn á upphitunarvöll, ekki seinna en þegar næsta holl á undan er í braut. Þar fer fram fótaskoðun. Ekki má fara út af upphitunarvelli þegar búið er að fara í fótaskoðun

Riðið er að austan inn á skeiðbrautina og þar er farið inn á austari völlinn sem er upphitunarvöllur.  Riðið er beint inn á keppnisvöll af upphitunarvelli.  Farið er út af keppnisvellinum á langhlið fjær dómurum og riðið beint í vestur fram hjá dómpalli. Fótaskoðunarmenn keppendum til aðstoðar.

Öllum afskráningum skal skilað skriflega í dómpall eigi síðar en einni klukkustund fyrir áætlaðan tíma flokksins í braut.  Einnig er hægt að senda tölvupóst á netfangið motanefndsorla@gmail.com.

Hægt er að fylgjast með keppninni á útvarprás Sörla 106,1

Rafræn skráning og einkunnagjöf

Mótsanefnd hefur innleitt þá nýbreytni að hafa alla einkunagjöf á rafrænu formi. Einkunnir verða því ekki lesnar upp af spjöldum eins og venjan hefur verið heldur mun þulur lesa upp aðaleinkunn hvers og eins um leið og þær eru staðfestar. Með þessu er vonast til að mótið gangi hraðar fyrir sig og auðveldara verði að halda dagskrá. 

Heildarniðurstöður og sundurliðun frá hverjum og einum dómara a munu birtast í PDF skjali hér á www.sorli.is um leið og allir keppendur hafa lokið sýningum sínum. Með þessu viljum við í mótanefnd Sörla hjálpa knöpum að komast yfir allar sínar einkunnir hratt og örugglega og á varanlegu formi til frambúðar.

 

Að lokum vonum við að allir keppendum gangi sem best og sýni íþróttamannslega hegðun í keppni og fari eftir þeim lögum og reglum sem fylgja ber í íþróttakeppni sem þessari.

Birtingardagsetning: 
miðvikudaginn, 13. maí 2015 - 21:33
Frá: