Viðburðardagsetning: 
fimmtudaginn, 14. apríl 2016 - 19:00 to laugardaginn, 16. apríl 2016 - 18:00

Landsbankamót III verður haldið fimmtudaginn 14 apríl til og með laugardeginum 16. apríl Opið er fyrir skráningu á sportfengur.com og er hún opin út 13.apríl. Athugið að um er að ræða tvö mót Landsbankaskeið og Landsbankamót III. Rétt er að minna á að einungis þeir sem hafa greitt félagsgjöldin fyrir árið 2016 hafa rétt á að keppa á þessu móti.

Hér eru leiðbeiningar hvernig flokkar eru skilgreindir í sportfeng.

Opinn flokkur.  Mikið keppnisvant fólk, bæði atvinnumenn og áhugamenn. Kynjablandaður flokkur.  Fólk sem mjög virkt í keppni og hefur áralanga reynslu í keppni.

Opinn flokkur - 1 flokkur.   Keppnisvanir knapar, bæði konur og karlar skrá sig hér en flokkurinn er kynjaskiptur í keppni. Fólk sem hefur verið að keppa sem áhugamenn og eru komnir með reynslu í einhverjum keppnisgreinum.

Opinn flokkur - 2 flokkur.  Minna vanir knapar, bæði konur og karlar skrá sig hér en flokkur er kynjaskiptur í keppni.  Fólk sem hefur lítið keppt eða er að byrja aftur að keppa eftir langt hlé.

Meira vanir.  Flokkur 55+ heldri menn og konur. Kynjablandaður flokkur fyrir knapa sem eru 55 á árinu eða eldri.  Þeir sem kepptu í þessum flokk í fyrra (þá 50+) mega halda áfram að keppa í þessum flokk.

Minna vanir  Byrjendaflokkur.  Kynjablandaður flokkur fyrir knapa sem hafa aldrei keppt en langar að spreyta sig.

Pollaflokkur.  Knapar 9 ára eða yngri á árinu. 

Barnaflokkur = Knapar 10 - 13 ára á árinu

Unglingaflokkur = Knapar 14 - 17 ára á árinu

Ungmennaflokkur = Knapar frá 18 - 21 ára á árinu

 

Birtingardagsetning: 
mánudaginn, 11. apríl 2016 - 9:18