Viðburðardagsetning: 
sunnudaginn, 28. apríl 2019 - 11:00
Vettvangur: 

Sunnudaginn 28.apríl verður í fyrsta sinn boðið upp á keppni í Knapafimi. Keppnin fer fram í reiðhöllinni í Sörlastöðum og hefst keppni kl.11.

Knapafimi er keppni í fimi fyrir almenning. Markmiðið er að sýna vel þjálfaðan reiðhest og fallega reiðmennsku. Dómsatriði eru; reiðmennska, gangtegundir, æfingar og reiðleiðir. Keppnin byggir á Knapamerkjunum og Gæðingafimi Hólaskóla. Atriðin eru dæmd að hætti Knapamerkjanna og munu Knapamerkjadómarar dæma keppnina. Sjá ítarlegri upplýsingar ásamt dæmum um uppsetningu og eyðublöð á Facebook síðu Knapamerkjanna - https://www.facebook.com/knapamerkin/. Boðið er upp á keppni í fjórum mismunandi styrkleikaflokkum.

3.stig – Verkefni og kröfur eru sambærilegar þeim sem gerðar eru á 3.stigi Knapamerkjanna.
Keppendur sýna sitt eigið verkefni. Flokkur A í skráningu.

4.stig – Verkefni og kröfur eru sambærilegar þeim sem gerðar eru á 4.stigi Knapamerkjanna. Keppendur sýna sitt eigið verkefni. Flokkur B í skráningu.

5.stig – Verkefni og kröfur eru sambærilegar þeim sem gerðar eru á 5.stigi Knapamerkjanna. Keppendur sýna sitt eigið verkefni. Flokkur C í skráningu.

Opinn flokkur – Verkefni og kröfur eru sambærilegar þeim sem gerðar eru í keppni í Gæðingafimi. Flokkurinn er opinn öllum. Keppendur sýna sitt eigið verkefni. Flokkur C1 í skráningu.

Eingöngu verður riðin forkeppni og verðlaunaafhending að loknu hverju stigi fyrir sig.

Skráning fer fram í gegnum Sportfeng - https://skraning.sportfengur.com/Skraningkort.aspx?mode=add
Skráning opnar 10.apríl og lýkur 25.apríl.
Skráningargjald er kr.2500.

Boðið verður upp á æfingatíma föstudaginn 26.apríl frá kl 20:00-24:00
 

Aðstaða

Keppt verður í reiðhöllinni á Sörlastöðum, sem er 20m x 40m að stærð.

Tilhögun

Knapi þarf að skila inn sínu verkefni fyrir miðnætti fimmtudaginn 25. apríl á thordis@holar.is.
Senda þarf inn verkefnið í heild sinni. Sjá ítarlegri upplýsingar ásamt dæmum um uppsetningu og eyðublöð á Facebook síðu Knapamerkjanna - https://www.facebook.com/knapamerkin/.  Ef óskir eru um tónlist þá þarf einnig að senda þær upplýsingar með verkefninu.

Það sem þarf að sýna:

Keppandinn sýnir a.m.k. 6 æfingar þar af 1-2 hliðargangsæfingar (sjá lista hér fyrir neðan).  Merkt með gulu er skylduæfing. Allar hliðargangsæfingar og æfingin riðið á hringnum þarf að sýna upp á báðar hendur.

Sýna á að lágmark 3 gangtegundir, þar af er lágmark eitt töltatriði. Gangtegundir verður að sýna eina langhlið, skálínu, fjórðungarlínu eða miðlínu til þess að hljóta einkunn en nóg er að sýna fet amk. 20 metra (hálf langhlið).

Lengd

Allt að 4,5 mínútur. Ef knapinn fer yfir hámarkstíminn fær hann 0 fyrir atriðin sem eru sýnd eftir að tíma lýkur. Tíminn og tónlist byrjar þegar knapinn hneigir sig eða sjálfkrafa 30 sek. eftir að knapi kemur inn á völlinn. Knapinn fær að vita þegar 1 mínúta er eftir af tímanum. 

Vægi atriða

Reiðmennska 25% (Áseta og stjórnun, form hestsins)

Æfingar 25%

Gangtegundir 25%
Reiðleiðir og útfærsla 25% (Nákvæmni, flæði og uppsetning á verkefninu)

Dómarar

Menntaðir reiðkennarar sem hafa þekkingu og reynslu af kennslu og prófdæmingu Knapamerkjanna.

Æfingalisti

Ath: æfingar merkt við * skal sýna á báðar hendur. Æfingar merktar með gulu og eru feitletraðar eru skylduæfingar.
 

3.stig KM eða sambærilegt (flokkur A í sportfeng)

4.stig KM eða sambærilegt (flokkur B í sportfeng)

5.stig KM eða sambærilegt (Flokkur C í sportfeng

Opinn flokkur (Flokkur C1 í sportfeng)

Sjá skýringamyndir hér að neðan

 

 

 

Birtingardagsetning: 
föstudaginn, 19. apríl 2019 - 12:38
Sörli Hestamannafélag, Íþrótt, Lífstíll
Sörli Hestamannafélag, Íþrótt, Lífstíll
Sörli Hestamannafélag, Íþrótt, Lífstíll