Síðasti dagur skráninga er í dag
Opið íþróttamót Sörla „Hafnarfjarðarmeistaramótið“ verður haldið á Sörlastöðum dagana 19. – 21.maí n.k.
Undirbúningur er í fullum gangi. Í vor voru vellirnir endurbættir og eru þeir nú í frábæru ásigkomulagi. Er ekki tilvalið að skella sér á mótið í gullfallegu umhverfi Sörlastaða.
Boðið verður upp á eftirfarandi keppnisgreinar í eftirfarandi flokkum:
Flokkur |
Tölt fyrir minna vana |
Tölt |
Slaktauma-tölt |
Fjórgangur |
Fimmgangur |
Gæðingaskeið |
Flugskeið |
Barnaflokkur |
T7 |
T3 |
|
V2 |
|
|
P2 |
Unglingaflokkur |
T7 |
T3 |
|
V2 |
|
|
|
Ungmennaflokkur |
|
T3 |
T4 |
V2 |
F2 |
PP1 |
|
Opinn 2. flokkur |
T7 |
T3 |
T4 |
V2 |
F2 |
PP1 |
|
Opinn 1. flokkur |
|
T3 |
T4 |
V2 |
F2 |
PP1 |
|
Meistaraflokkur |
|
T1 |
T2 |
V1 |
F1 |
PP1 |
Einnig verður boðið upp á:
- Pollar, teymdir og ríðandi
- Fimi – free style.
Fræðslunefnd Sörla mun bjóða upp á kynningu á þessari grein í næstu viku fyrir þá sem hafa áhuga á að taka þátt í þessari keppnisgrein en gert er ráð fyrir að keppendur skili inn prógrammi 2 dögum fyrir áætlaðan keppnisdag. Sjá nánar á bls 90 í lögum og reglum LH. - Skráning í þessar tvær greinar þarf að senda póst á sorli@sorli.is.
Mótanefnd Sörla áskilur sér rétt til að sameina og/eða fella niður greinar og flokka ef ekki næst nægileg þátttaka. Lög og reglur um ofangreinda flokka má finna hér Lög og reglur LH 2017 -1 viðauki 1.2018
Dagskrá verður kynnt þegar skráning liggur fyrir.
Skráning fer fram í gegnum Sportfeng. Eingöngu er tekið við greiðslum með kortum (debet og kredit). Skráningagjöld eru 3.500 kr. fyrir börn, unglinga og ungmenni, 4.500 fyrir 2 og 1 flokk og 5.500 fyrir meistaraflokk. Flugskeið er 3.500 og gæðingaskeið og fimi er 4.500 fyrir alla. Frítt fyrir polla.
Skráning er hafin og lýkur 14. maí.
ATHUGIÐ: Ekki verður hægt að skrá sig eftir að skráningarfresti lýkur.
Ef þið lendið í vandræðum við skráningu þá vinsamlegast sendið tölvupóst á sorli@sorli.is
Nánari upplýsingar verða birtar á heimasíðu félagsins, fésbókarsíðu félagsins og öðrum hestamiðlum þegar nær dregur. Hlökkum til að sjá ykkur á Sörlastöðum í Hafnarfirði.
Eftirtaldir aðilar styrkja mótið
- HS orka
- Trausti fasteignasala
- Íslandsbanki
- Lagnafóðrun
- Hraunhamar
- Furuflís
- Land Lögmenn
- Söðulsholt ræktunarbú
- Pökkun og Flutningar - Propack
- Gamanferðir
- ZO-ON
Mótanefnd Sörla