Viðburðardagsetning: 
föstudaginn, 1. júní 2018 - 17:00 to sunnudaginn, 3. júní 2018 - 16:00

Opið er fyrir skráningu á Gæðingamót Sörla og úrtöku fyrir Landsmót 2018.  Að þessu sinni verður boðið uppá tvær umferðir úrtöku.  Skráning er á sportfengur.com og lýkur henni á miðnætti 30. maí.

Fyrirkomulagið er þannig að samhliða gæðingamótinu verða riðnar tvær umferðir í úrtöku fyrir landsmót 2018. Í fyrri umferð úrtöku sem haldin verður föstudaginn 1. júní verður einungis riðin forkeppni. Seinni umferð úrtöku er haldin á Gæðingamóti Sörla þann 2. – 3. júní. Þá eru jafnframt riðin úrslit gæðingakeppninnar. Þeir keppendur sem ríða seinni umferð úrtöku og jafnfram eru keppendur á Gæðingamóti Sörla eru gjaldgengir í úrslit mótsins.

Á sportfeng eru tvö mót skráð þótt um eitt mót sé að ræða þar sem Sportfengur getur ekki haldið utan um alla þessar útfærslur í einu móti.

  • Landsmótsúrtaka Sörla - Fyrri úrtaka (einungis forkeppni)
  • Gæðingamót Sörla og seinni úrtaka fyrir Landsmót (forkeppni og úrslit)

Greinar sem eru í boði á Gæðingamóti Sörla eru:

  • A – flokkur 
  • A – flokkur áhugamanna
  • B - flokkur
  • B - flokkur áhugamanna
  • Ungmennaflokkur
  • Unglingaflokkur
  • Barnaflokkur
  • 100 m. skeið
  • Unghrossaflokkur (sjá nánari upplýsingar hér að neðan). 
    • Skrá þarf í unghrossakeppnina á netfangið motanefnd@sorli.is og er þátttökugjald 5.500.
  • Pollaflokkur
    • Skrá þarf í pollaflokkinn á netfangið motanefnd@sorli.is og er ekkert þátttökugjald

Skráningargjöld fyrir fyrri umferð eru:

  • A og B flokkar gæðinga kr. 3.500
  • Ungmennaflokkur kr. 1.500
  • Unglinga- og barnaflokkur kr. 0

Skráningargjöld Gæðingamót Sörla (og seinni umferð úrtöku)

  • A og B flokkar opinn og áhugamenn kr. 5.500
  • Ungmenni, unglingar og börn. kr. 4.500
  • 100 m. skeið kr. 3.000

Þeir sem ætla að skrá sig í áhugamannaflokk gera það með því að velja eða haka við  „gæðingaflokkur" en aðrir velja „gæðingaflokkur 1"

Vinsamlega athugið að þarf hesturinn að vera í eigu Sörlafélaga. Keppendur í yngri flokkum þurfa að auki að vera skráðir félagar í Sörla.
Mótið er ætlað skuldlausum félagsmönnum. 

Keppendur eru vinsamlega beðnir að skoða reglur LH sem gilda um þátttöku í gæðingakeppni. 
Fyrirspurnir og/eða aðstoð við skráningu fer fram í gegnum tölvupóstfangiðmotanefnd@sorli.is eða í síma 897-2919. 
Athugið að aðeins er hægt að greiða með korti (debet/kredit) við skráningu.

Hlökkum til að prófa nýtt fyrirkomulag og spennandi úrtöku fyrir Landsmót. 

Unghrossakeppni

Það hefur lengi tíðkast hjá Sörla að bjóða upp á flokk unghrossa á gæðingamóti Sörla. Það eru hross sem verða 5 vetra á því ári sem mótið er haldið.  Í ár eru það hross sem eru fædd 2013.
Í þessum flokk, ólíkt öðrum flokkum á gæðingamóti eru nokkur hross saman í holli,  mest þrjú hross.  

Þulur stýrir og er riðið skv. því sem hann gefur fyrirmæli um.  
Riðið er:

  • Hægt tölt
  • Brokk
  • Fet
  • Stökk
  • Frjáls ferð

Dæmt er eftir gæðingaleiðara og er því að auki dæmt fyrir:

  • Vilja og geðslag
  • Fegurð í reið

Það verður spennandi að fylgjast með þessum hrossum í braut, framtíðarkeppnishross Sörla.

 

Birtingardagsetning: 
föstudaginn, 25. maí 2018 - 22:00
Sörli Hestamannafélag, Íþrótt, Lífstíll