Opið íþróttamót Sörla og Graníthallarinnar verður haldið á Sörlastöðum dagana 14. - 17.maí n.k. Vegna þess hversu seint upplýsingarnar birtust um breytta skipan á ungmennaflokki hefur mótanefnd Sörla ákveðið að framlengja skráningu á íþróttamót Sörla og Graníthallarinnar til kl. 18 í dag, sunnudaginn 10. maí.
Breytingarnar á ungmennaflokki eru þær að ungmenni munu ríða eitt inn á í einu og er þetta liður í æfingu fyrir heimsmeistaramótið í Herning.
Boðið verður upp á keppni í eftirtöldum greinum:
- Fimmgangur F1: meistarar, ungmenni
- Fimmgangur F2: unglingar, 2 flokkur 1. flokkur
- Fjórgangur V1: meistarar, ungmenni
- Fjórgangur V2: börn, unglingar, 2 flokkur 1 flokkur
- Tölt T1: meistarar, ungmenni
- Tölt T3: unglingar, 2. flokkur 1. flokkur
- Tölt T7: börn, unglingar, 2 flokkur
- Skeið: 100m, 150m, 250m
- Gæðingaskeið PP1: unglingar, ungmenni, 2. flokkur 1. flokkur, meistarar
- Slaktaumatölt T4: unglingar, 2. flokkur,1. flokkur
- Slaktaumatölt T2: meistarar, ungmenni
- Pollaþrígangur
- Pollar
Mótanefnd áskilur sér rétt til að sameina og/eða fella niður greinar og flokka ef ekki næst nægileg þátttaka.
Skráningagjöld eru 3.000 kr. á hverja keppnisgrein nema polla sem er 1.000 kr.
ATHUGIÐ: Ekki verður hægt að skrá sig eftir að skráningarfresti lýkur.
Frekari upplýsingar má finna í fyrri auglýsingu um mótið frá mótanefnd Sörla